Fréttaefni á Rás 2
Fréttir kl. 18:00
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir 11. Apríl
Flutt 11.04.2021
Ekki hafa færri lagt leið sína að eldgosinu en í dag enda veður ekki til þess að hvetja til langra gönguferða. Gasmengun hefur borið yfir norðvestanverðan Reykjanesskaga í dag.
Helst um nýtt sóttvarnahús
Nær öll þjóðin hafði frétt af eldgosinu í Geldingadölum þremur klukkustundum eftir að það hófst. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Kvöldfréttir 10. apríl 2021
Flutt 10.04.2021
Gosstöðvarnar halda áfram að laða að fólk en ekki verður opnað fyrir aðkomu almennings þangað fyrr en á morgun. Veðurstofa og viðbragðsaðilar brýna fyrir gestum að fara að öllu með gát.
Landlæknir mælist til þess að konur yngri en 55 ára hér á landi fái ekki bóluefni frá AstraZeneca þegar þær eru bólusettar við COVID-19, vegna hættu á blóðtappamyndun.
Fjármálaráðherra segist jákvæður fyrir því að heimild til að taka út séreignasparnað verði framlengd. Hátt í 60 þúsund manns hafa tekið úr séreignarlífeyrissparnað frá árinu 2014.
Filipus prins verður borinn til grafar næsta laugardag. Hann lést í gær, 99 ára að aldri.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Kvöldfréttir 5. apríl 2021
Flutt 05.04.2021
Ríkið mátti ekki skikka fólk í sóttkví í sóttkvíarhúsi. Þetta er úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur sem féll rétt fyrir fréttir.
Tvær nýjar gossprungur opnuðust í hádeginu í dag um 700 metra norðaustur af gígunum í Geldingadölum. Hraunið rennur í Meradali og hefur myndað þar hraunbreiðu. Gosstöðvarnar voru rýmdar og ólíklegt þykir að opnað verði aftur á morgun.
Sprungurnar gerðu ekki boð á undan sér en jarðeðlisfræðingur segir að þær séu þó samkvæmt einni sviðsmyndinni sem Vísindaráð hefur gert ráð fyrir.
Framboð á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið minna. Eftirspurn er mikil og kaupmet falla í hverjum mánuði.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Kvöldfréttir 4. apríl 2021
Flutt 04.04.2021
Umsjónarmaður Bjarni Pétur Jónsson
Tæknimaður: Marteinn Marteinsson
Kvöldfréttir 3. apríl 2021
Flutt 03.04.2021
Umsjón: Bjarni Pétur Jónsson.
Tæknimaður: Marteinn Marteinsson.
Kvöldfréttir 2. apríl 2021
Flutt 02.04.2021
Fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands segir að svo virðist sem dvöl í sóttvarnahúsi sé nánast verri en í fangelsi. Hann efast um að aðgerðirnar standist lög. Tvö smit greindust á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í dag.
Lokað verður fyrir umferð upp að gosstöðvunum í Geldingadölum á morgun vegna veðurs. Yfirlögregluþjónn segir það gefa viðbragðsaðilum kærkomna hvíld.
Hollensk stjórnvöld ákváðu í dag að hætta tímabundið að bólusetja fólk undir sextugu með bóluefni AstraZeneca. Bretar segja ávinninginn af bóluefninu meiri en áhættuna
Í gær fæddust fyrstu þríburarnir á Íslandi í um fjögur ár. Öllum heilsast vel og móðir þeirra segir verkefnið framundan krefjandi en að það skili sér margfalt til baka.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Kvöldfréttir 1. apríl 2021
Flutt 01.04.2021
Farþegi í rútu á leið frá Keflavíkurflugvelli í farsóttahúsið á Fosshótel Reykjavík segir að þar sé þröngt setið. Yfirlögregluþjónn segir að skoða þurfi hver beri ábyrgð á að raða í rútur.
Líkamsleifar fundust í fjöru við Vopnafjörð í morgun. Að sögn lögreglu er talið að þær hafi legið í sjó í nokkurn tíma. Ekki er talið að líkfundurinn tengist saknæmu athæfi.
Aðgengi fólks að gossvæðinu í Geldingadölum verður lokað núna klukkan sex. Björgunarsveitarmenn hvetja fólk til að fara varlega í rökkrinu.
Yfir fjörutíu þúsund ný tilfelli kórónuveirusmita voru tilkynnt í Tyrklandi í dag og hafa ekki verið fleiri á einum degi frá því faraldurinn braust út í landinu.
Fyrsti apríl er í dag. Við rekjum skemmtilega dæmi úr aprílgöbbum fjölmiðla í fréttatímanum.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Kvöldfréttir 28. mars 2021
Flutt 28.03.2021
Enn er óljóst hvar sumir þeirra sem hafa greinst með COVID-19 á síðustu dögum smituðust. Rakning stendur enn yfir á smitinu sem greindist utan sóttkvíar í gær. Hildur Margrét Jóhannsdóttir ræddi vði Jóhann Björn Skúlason
Gígarnir tveir í Geldingadölum hafa tekið töluverðum breytingum síðasta sólarhring og gosið heldur áfram af miklum krafti. Lokað verður inn að eldstöðvunum í kvöld og svæðið rýmt fyrir miðnætti. Rætt við Þorvald Þórsson eldfjallafræðing.
Logi Guðmundsson fermdist í dag í Lindakirkju með tveimur félögum sínum. Athöfnin var öllu fámennari en til stóð. Ferma átti 40 börn þar í dag en þau urðu bara 9 í þremur athöfnum. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Loga og tók saman.
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa varið fúlgum fjár í íþróttaviðburði og auglýsingasamninga til að bæta ímynd sína og draga athyglina frá mannréttindabrotum. Brynjólfur Þór Guðmundsson segir frá.
Lóan er komin. Fuglaáhugamaður á Stokkseyri sá hana spóka sig í fjörunni í dag. Hildur Margret Jóhannsdóttir ræddi við Alex Mána Guðríðarson sem varð fyrstur til að sjá lóuna.
Bæði A-landslið karla og U21 lið karla í fótbolta töpuðu leikjum sínum í dag.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Richard Eldred. Stjórn útsendingar: Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir.
Kvöldfréttir 27. mars 2021
Flutt 27.03.2021
Fjölgað hefur um fimm hundruð í sóttkví milli daga. Nú eru 1.800 manns í sóttkví. COVID-smit hefur greinst hjá nemendum í fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu.
Háskólinn á Akureyri gerði fjölda athugasemda vegna úttektar Gæðaráðs háskólanna á lögreglunáminu. Skólinn hefur til 5. maí til að skila úrbótartillögum. Sunna Valgerðardóttir ræddi við Eyjólf Guðmundsson rektor HA.
Vonskuveður er á stórum hluta landsins, austan og norðaustanátt, stormur og hríð, og gengur ekki niður fyrr en í nótt. Rætt við Elínu Björk Jónasdóttur.
Borgarstjóri segir dóm Landsréttar um að borgin megi takmarka gistiþjónustu í einstökum bæjarhlutum, marka tímamót. Fasteignafélag höfðaði mál þegar það mátti ekki leigja út íbúð í skammtímaleigu. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.
Leitarhundar í Póllandi eiga oft ekki sjö dagana sæla eftir að starfsævinni lýkur. Innanríkisráðherra landsins hefur kynnt frumvarp sem á að tryggja dýrunum áhyggjulaust ævikvöld. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði frá
? Kvöldfréttir 21. mars 2021
Flutt 21.03.2021
Enn er jafnt og stöðugt hraunstreymi úr gossprungunni í Geldingadölum.
Þúsundir lögðu leið sína að gosstöðvunum í dag. Lögregla lokaði svæði sunnan við megingíginn því fólk var komið of nærri sprungusvæðinu.
Björgunarsveitir á Suðurnesjum fengu liðsauka annars staðar af landinu en björgunarsveitarmaður segir að dagurinn hafi gengið stórslysalaust fyrir sig.
Veðurstofan varar við versnandi veðri við gosstöðvarnar í kvöld og nótt, hvassviðri og hellirigningu.
20.03.2021
Kvöldfréttir 14. mars 2021
Flutt 14.03.2021
Stóri jarðskjálftinn síðdegis er sá næststærsti sem mælst hefur frá því hrinan á Reykjanesskaga hófst 24. febrúar. Skjálftinn var fimm komma fjórir að stærð.
Vörur hrundu úr hillum í verslun í Grindavík, hjón köstuðust til á bíl sínum í skjálftamiðjunni, veggir aflöguðust, munir skulfu á Kirkjubæjarklaustri og íbúi í Reykjanesbæ fann vel fyrir skjálftanum - þó hann væri staddur á Bíldudal.
Yfirlæknir segir að það þurfi hugrekki og stórt hjarta til að gefa kynfrumur. Tugir barnlausra para og einstaklinga bíða eftir að þiggja egg.
Áratugur er á morgun liðinn frá því að borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi. Prófessor í Mið-Austurlandafræði segir líf fólks líkast helvíti í stórum hluta landsins.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Kvöldfréttir 13. mars 2021
Flutt 13.03.2021
Gott kvöld.
Rúmlega 1900 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Svefnleysi er farið að hrjá marga Grindvíkinga og hafa sumir flúið ástandið.
Lyfjastofnun Noregs hefur fengið tilkynningar um alvarlega blóðtappa eða heilablæðingu hjá þremur einstaklingum sem fengið hafa bóluefni AstraZeneca. Ekki sé hægt að fullyrða neitt um orsakatengsl en málin verði rannsökuð frekar.
Fimm af sjö efstu í prófkjöri Pírata á fjórum kjördæmum eru sitjandi alþingismenn. Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna náði öruggu sæti miðað við úrslit síðustu kosninga en ekki fyrrverandi borgarfulltrúi.
Söfnun á Karolinafund fyrir Tækniminjasafn Austurlands sem skemmdist í aurskriðunum á Seyðisfirði gengur ágætlega en betur má ef duga skal, segir ráðgjafi á safninu.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Markús Hjaltason
07.03.2021
Kvöldfréttir 6. mars 2021
Flutt 06.03.2021
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga er ekki í rénun, þó að ekki hafi mælst skjálfti yfir fjórum í dag. Virknin hefur verið mest við Fagradalsfjall segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Grindvíkingum er mörgum órótt eftir stöðugar jarðhræringar síðustu tíu daga. Teiti Leon Gautasyni finnst skjálftarnir verri nú en í fyrra. . Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Kristín Sigurðardóttir talaði við Teit og Guðbjörgu Ágústu Sigurðardóttur hjá Rauða krossi Íslands.
Hundrað manns sem hafa lokið meðferð á Landspítalanum bíða þar eftir plássi á hjúkrunarheimili. Vöntun á hjúkrunarrýmum veldur stíflum víða á spítalanum segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra spítalans. Hildur Margrét Jóhannsdóttir talaði við hana.
Tíu konur sem voru á götunni hafa komist í varanlegt húsnæði eftir dvöl í nýju neyðarathvarfi, það á að loka því í vor. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman og talaði við Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur, deildarstjóra málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg.
Júróvisjónlag Kýpverja hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum sem telja það upphefja þann svarta sjálfan. Birta Björnsdóttir sagði frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Gísli KJaran Kristjánsson. Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir.
28.02.2021
27.02.2021
Kvöldfréttir 21. febrúar 2021
Flutt 21.02.2021
Fangar í einangrun hafa aldrei verið fleiri í fangelsinu á Hólmsheiði og nú, frá því það var tekið í notkun. Ástæðan er rannsókn á morðinu í Rauðagerði.
Allt að 100 fullnýttu atvinnuleysisbótarétt sinn mánaðarlega hjá Vinnumálastofnun síðastliðna sex mánuði.
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað sitt um tilslakanir á sóttvarnareglum.
Einn af hverjum fjórum Íslendingum drakk sig ölvaðan minnst einu sinni í mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum landlæknis.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Kvöldfréttir 20. febrúar 2021
Flutt 20.02.2021
Alls hafa nú níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna morðsins í Rauðagerði um liðna helgi. Karlmaður á fimmtugsaldri var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í dag.
Varaformaður læknaráðs og formaður félags krabbameinslækna segir að greining leghálssýna erlendis sé aðför að heilsu kvenna í landinu.
Heimurinn lítur undan, meðan heilu kynslóðirnar vaxa úr grasi í Kongó þekkjandi ekkert nema ótta, ofbeldi og fátækt, segir í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Kvikmyndanám á háskólastigi verður hjá Listaháskóla Íslands samkvæmt ákvörðun menntamálaráðherra.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Kvöldfréttir 14. febrúar 2021
Flutt 14.02.2021
Einn er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið mann til bana í Reykjavík í nótt. Lögregla verst allra fregna af rannsókninni. Sunna Valgerðardóttir segir frá.
Óvissustig vegna ofanflóðahættu er enn í gildi á Austurlandi en ekki hefur verið talin ástæða til að rýma þar hús. Sérfræðingar meta nú stöðuna fyrir kvöldið.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir sóttvarnalagabrot helgarinnar ekki hafa verið stórvægileg og ekki víst að sektum verði beitt. Kráareigendur hafi verið staðráðnir í að standa sig. Arnhhildur Hálfdánardóttir talar við hann.
Forsætisráðuneytið hirtir ríkisskattstjóra í umsögn við frumvarp um aukið gagnsæi eignarhalds á íslenskum jörðum. Skattstjóri vill að leynd hvíli á þeim upplýsingum sem lagt er til að eigendur skili inn. Kristín Sigurðardóttir segir frá.
Herinn í Pakistan ætlar að halda áfram opnum grunnbúðum á fjallinu K tveimur en aðstoðarfólk Johns Snorra Sigurjónssonar og tveggja göngufélaga hans er á leið heim.
Yfir 100 milljóna króna viðhaldsviðgerðir eru fyrirhugaðar á Skálholtskirkju á þessu ári. Kristján Björnsson vígslubiskup segir að ástandið á kirkjunni hafi verið til skammar lengi. Sextíu ára gömul kirkjuklukka hefur legið brotin í klukkuportinu í tuttugu ár. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir tók saman, heyrist í Óðni Jónssyni lesa fréttir í júlí 2002 og dynkurinn þegar klukkan féll.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Markús Hjaltason.
Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Kvöldfréttir 13. Febrúar
Flutt 13.02.2021
Óvissustig vegna ofanflóðahættu tekur gildi á Austurlandi klukkan átta, eftir tvo tíma. Þar er spáð vaxandi úrkomu í kvöld og á morgun. Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að það skýrist á morgun hvort rýma þurfi á Seyðisfirði.
Landspítalinn segir að engin mistök hafi verið gerð í tengslum við mál manns sem lést skömmu eftir útskrift af spítalanum árið 2019. Sjúkratryggingar eru því ósammála og ætla að greiða ekkju mannsins hámarksbætur. Sæþór Fannberg Sæþórsson, lögmaður ekkjunnar segir að Landspítalinn hefði mátt standa betur að málum sérstaklega samskiptum við ekkjuna. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Sæþór.
Sigmundur Sigurgeirsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli leggur til hertar landamæraaðgerðir í samráði við sóttvarnarlækni. TIl greina kemur að farþegar bíði niðurstöðu fyrri skimunar á flugvellinum eða fari beint á sóttkvíarhótel. Sóttvarnalæknir skilar tillögum til ráðherra á næstu dögum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við hann.
Fimm af sex efstu nöfnum á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavik eru ný. Hörður Oddfríðarson, fFormaður uppstillingarnefndar segir að ekki hafi verið gerð mistök við uppstillingu þrátt fyrir deilur, þó hefði kannski mátt gera suma hluti öðruvísi. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman, rætt við Kristrúnu Mjöll Frostadóttur, frambjóðanda í efsta sæti í Reykjavík Suður.
Ekki hafa fundist ummerki um John Snorra Sigurjónsson og tvo göngufélaga hans sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í rúma viku. Starfsfólk Veðurstofunnar, Háskóla Íslands og Landhelgisgæslunnar hafa veitt aðstoð við leitina með gagnaöflun. Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingu seir ratsjármyndir hafa ýmsa kosti. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana.
Umsjónarmaður kvöldfrétta var Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður var Markús Hjaltason. Útsendingu stjórnaði Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
07.02.2021
06.02.2021
Kvöldfréttir 31. janúar 2021
Flutt 31.01.2021
Formaður Viðreisnar segir að ef stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra verði samþykkt óbreytt þá snúist þingkosningar í haust um auðlindaákvæðið. Ekki verði sátt um auðlindaákvæðið sem þar er að finna. Fjórir af fimm stjórnarandstöðuflokkum leggja til breytingar á ákvæðinu.
Þúsundir sem kröfðust lausnar Aleksei Navalny voru handteknar í Rússlandi í dag í útbreiddum mótmælum.
Kórónuveirufaraldurinn hefur varla afgerandi áhrif á fylgi flokka, segir prófessor í stjórnmálafræði, en flokkshollusta fer minnkandi og kosningaþátttaka minnkar á sama tíma og einsmálshreyfingar eflast.
Ljósmyndari sem sérhæfði sig í myndatökum af nýburum á rétt á lokunarstyrk. Þetta er niðurstaða Yfirskattanefndar. Ríkisskattstjóri hafði áður talið ljósmyndarann geta aðlagað sig hertum sóttvörnum.
Umsjón: Brynjólfur Þór Guðmundsson.
Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson
Kvöldfréttir 30. janúar 2021
Flutt 30.01.2021
Tveir karlmenn eru taldir tengjast árásum á bifreið borgarstjóra og skrifstofu Samfylkingarinnar. Annar var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag og hinn hefur réttarstöðu sakbornings. Ríkislögreglustjóri og fulltrúar stjórnmálaflokkanna fara í næstu viku yfir öryggismál vegna tíðra skemmdarverka.
Vatnsflaumurinn í Jökulsá á Fjöllum er slíkur að vatnsborðið er nú aðeins metra frá brúargólfinu. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum, segir að áin hafi aðeins fimm sinnum á síðustu fimmtíu árum náð sömu vatnshæð og nú.
Vinna við að endurreisa tónleikasalinn NASA við Austurvöll er vel á veg komin og ef allt gengur að óskum verður hægt að halda tónleika þar að nýju í haust.
Richard Bergström, sem hefur milligöngu um bóluefni sem Ísland fær vegna COVID-19, vonast til að fá svör á mánudag um hvort hægt verði að bæta upp framleiðslutafir AstraZeneca.
Umsjón: Brynjólfur Þór Guðmundsson.
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
Kvöldfréttir 23. Janúar
Flutt 23.01.2021
Fjögur íbúðarhús hafa verið rýmd á Flateyri vegna snjóflóðahættu og fólki er ráðið frá því að vera á og við höfnina í bænum. Íbúi sem þarf að rýma hús sitt tekur tíðindunum með ró. Rýmingin sé varúðarráðstöfun.
Formaður Sjálfstæðisflokksins telur ekki tímabært að lýsa yfir stuðningi við frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. Hann telur að frumvarpið geti þó orðið grundvöllur breytinga.
Lyfjastofnun hefur fengið yfir 60 tilkynningar um aukaverkanir af lyfinu Flixabi. Kona sem fékk lyfið í tvígang var veik í tíu mánuði á eftir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Kvöldfréttir 17. Janúar
Flutt 17.01.2021
Fráfarandi yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir ástæðu vistaskiptanna að hluta til vera álagið á bráðamóttökunni, þar sem sjúklingar þurfa ítrekað að liggja frammi á göngum.
Fjármálaráðherra telur það ekki mikið vandamál að stór hluti lánasafns Íslandsbanka er í frystingu. Hann segir að regluverkið sé mun tryggara núna en þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma.
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny er kominn til Moskvu. Fjórir helstu samstarfsmenn hans voru handteknir þegar þeir ætluðu að taka á mótin honum.
Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe er sagður standa frammi fyrir miklu andófi íslenskra bænda vegna viðamikilla jarðakaupa sinna. til verndar og viðhalds laxastofnsins í Norður-Atlantshafi.
Umsjónarmaður Haukur Holm
Kvöldfréttir 16. Janúar
Flutt 16.01.2021
Forseti lagadeildar Háskóla Íslands segir að betur hefði farið á því að Alþingi en ríkisstjórn setti reglurnar um að allir sem hingað koma verði að fara í tvöfalda skimun.
Þriggja manna fjölskylda var flutt á sjúkrahús í Reykjavík eftir bílslys í Ísafjarðardjúpi. Hátt í 20 manns, sem komu að björgun fólksins, eru í úrvinnslusóttkví.
Fólk sem fær fjárhagsaðstoð sveitarfélaga eða er á atvinnuleysis- og örorkubótum er fjölmennasti hópur þeirra sem leita aðstoðar hjálparsamtaka.
Guðmundur Felix Grétarsson segir að aðgerð, þar sem á hann voru græddir handleggir, hafi gengið mjög vel. Íslenskur handaskurðlæknir segir aðgerðina mjög flókna og það sé mikið nákvæmnisverk að tengja æðar og taugar.
RÚV - Efstaleiti 1, 103 Reykjavík - Sími: 515 3000 Fax: 515 3010 - © RÚV 2021