M | Þ | M | F | F | L | S |
---|---|---|---|---|---|---|
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | 1 | 2 | 3 |
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
RÚV
Sunnudagur 27.12.2020
07.15 KrakkaRÚV
07.19 Úmísúmí Team Umizoomi I (4:19)
Stærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bó hjálpa krökkum að læra um tölur, form og mynstur.
07.42 Kalli og Lóa Charlie & Lola III (16:26)
Kalli og Lóa eru hress systkini sem kunna svo sannarlega að bralla ýmislegt.
07.53 Klingjur Clangers II (24:26) E
Ævintýralegir þættir um músafjölskyldu sem býr á lítilli plánetu. e.
08.04 Lalli Louie (32:39) E [16:9]
Lalli færir ykkur allan heiminn þegar hann grípur litina sína. Hann er svo flinkur að teikna hann Lalli. e.
08.11 Kúlugúbbarnir Bubble Guppies IV (2:6) [16:9]
Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.
08.33 Nellý og Nóra Nelly & Nora (44:52) E
Litríkir þættir um ævintýri systranna Nellýjar og Nóru. e.
08.40 Flugskólinn Top Wing (11:26) E
Ungu fuglarnir Svala, Perla, Rafn og Broddi eru nýir nemendur í Flugskólanum. Þau læra að verða björgunarfuglar og lenda í alls konar ævintýrum. e.
09.02 Hrúturinn Hreinn Shaun the Sheep VI (4:20) E
Hrúturinn Hreinn og félagar hans á bóndabænum lenda í mörgum skemmtilegum ævintýrum í nýjustu seríunni sinni. e.
09.09 Unnar og vinur Fanboy & Chum Chum (25:26) [16:9]
Unnar og vinur hans eru miklir myndasöguaðdáendur og virðist það lita líf þeirra með fjörugum ævintýrum.
09.32 Músahús Mikka – 5. þáttur Mickey Mouse Clubhouse E
Mikki, Mína, Plútó, Guffi, Andrésína og Andrés bjóða krakka velkomna í Músahúsið. e.
09.53 Millý spyr Miss Questions (22:78) E [16:9]
Heimspekilegar vangaveltur fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. e.
10.00 Rokkhundur Rock Dog E 888 [16:9]
Talsett teiknimynd um tíbeska hundastrákinn Boða sem er alinn upp í fjöllunum. Faðir hans er gæsluhundur og býst við að sonurinn feti í fótspor hans en Boða dreymir um að verða rokkstjarna. Hann ákveður að freista þess að láta drauminn rætast og fer til stórborgarinnar en kemst fljótlega að því að lífið þar er allt öðruvísi en uppi í fjöllunum. e.
11.25 Doktor Proktor og prumpuduftið Doktor Proktors prompepulver E 888 [16:9]
Ævintýra- og gamanmynd fyrir alla fjölskylduna sem byggð er á samnefndri metsölubók norska rithöfundarins Jo Nesbø. Vinirnir Lísa og Búi eiga heldur óvenjulegan nágranna sem gengur undir nafninu Doktor Proktor og hefur fundið upp öflugasta prumpuduft í heimi. Nú þurfa þau í sameiningu að koma í veg fyrir að duftið lendi í röngum höndum. Leikstjóri: Arild Fröhlich. Aðalhlutverk: Emily Glaister, Eilif Hellum Noraker og Kristoffer Joner. Myndin er talsett á íslensku. e.
12.55 Jólaball fyrir fjölskylduna [16:9]
Upptaka frá jólaballi SÁÁ fyrir alla fjölskylduna. Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson taka á móti góðum gestum í Norðurljósasal Hörpu og hver veit nema jólasveinarnir kíki í heimsókn? Börn og foreldrar eru hvött til að taka þátt heima í stofu og dansa í kringum jólatréð. Stjórn útsendingar: Kristinn Brynjar Pálsson.
14.10 Jólastundarkorn E [16:9]
14.25 Zootropolis Borg dýranna E [16:9]
Bandarísk verðlaunateiknimynd frá Walt Disney. Myndin gerist í dýrabænum Zootropolis þar sem löggukanínan Judy og brellurefurinn Nick þurfa að snúa bökum saman til að koma upp um samsæri sem ógnar íbúum bæjarins. Myndin er talsett á íslensku. Upprunalega útgáfan með ensku tali er sýnd á RÚV 2. e.
16.10 Sálumessa Verdi í ballettútgáfu Messa Da Requiem-Verdi's Requiem Choreographed [16:9]
Upptaka flutnings Sálumessu Giuseppe Verdi í ballettútgáfu í Óperuhúsi Zürich árið 2016.
Stjórnandi: Fabio Luisi. Danshöfundur: Christian Spuck. Fram koma: Zürich-ballettinn, Fílharmónían í Zürich og Óperukór Zürich.
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Jólastundin E 888 [16:9]
Besti jólaþáttur veraldar þar sem Sigyn Blöndal og Andri Freyr Viðarsson fá til sín góða gesti. Jólastundin er heilagasta stund þjóðarinnar þar sem fjölskyldur koma saman til að hlæja og njóta. Það er jafnslæmt að missa af þessum þætti og að missa af jólunum.
19.00 Fréttir 888
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
19.25 Íþróttir 888 [16:9]
19.30 Veður
19.40 Jólalandinn Jólalandinn 2020 888 [16:9]
Þáttur um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórgunnur Oddsdóttir, Viktoría Hermannsdóttir og Halla Ólafsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson, Magnús Atli Magnússon, Gunnlaugur Starri Gylfason og Jóhannes Jónsson.
20.20 Þriðji póllinn 888 [16:9]
Ný íslensk heimildarmynd þar sem fylgst er með ferðalagi Högna Egilssonar og Önnu Töru Edwards um Nepal. Þetta er ferðasaga, mynd um óvænta vináttu og hreinskilin og opin umræða um hvað það þýðir að vera með geðsjúkdóm og að vera aðstandandi. Leikstjórn og handrit: Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttir. Tónlist: Högni Egilsson.
21.40 Um Atlantsála Atlantic Crossing (1:8) [16:9]
Leiknir þættir um norsku krónprinsessuna Mörthu og áhrif hennar á heimsmálin á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Árið er 1940 og Noregur er á valdi Þýskalands nasista. Martha krónprinsessa og fimm börn hennar gerast pólitískir flóttamenn í Hvíta húsinu. Vera hennar í Washington lætur Roosevelt forseta Bandaríkjanna ekki ósnortinn og færir hörmungarnar í Evrópu nær honum. Þættirnir byggjast á sönnum atburðum og segja frá hörmungum stríðsins. Meðal aðalleikara eru Sofia Helin og Kyle MacLachlan. Leikstjóri: Alexander Eik. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna.
22.35 Sníkjudýr Parasite (Gisaengchung) [16:9]
Margverðlaunuð suðurkóresk svört gaman- og spennumynd um bláfátæka fjölskyldu í kóreskri borg. Dag einn breytist allt þegar sonurinn fær vinnu við að kenna unglingsstúlku ríkra hjóna. Leikstjóri: Bong Joo Ho. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.
00.45 Norskir tónar Hovedscenen: KORK i Store studio E [16:9]
Sinfónía nr. 3 eftir Mendelssohn, sinfónía nr. 2 eftir Mahler, einsöngur rússneska barítónsöngvarans Rodion Pogossov ofl. Norska útvarpshljómsveitin leikur valin meistarastykki undir stjórn Eun Sun Kim.e.
01.45 Dagskrárlok
RÚV - Efstaleiti 1, 103 Reykjavík - Sími: 515 3000 Fax: 515 3010 - © RÚV 2021