Tónlist á RÚV
Vísindatónleikar Ævars
Ævar vísindamaður hefur um árabil kynnt töfra tækni og vísinda fyrir ungmennum á öllum aldri og nú kemur hann fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í sannkölluðum sinfónískum vísindatrylli. Ævar kynnir á tónleikunum ýmsar af merkari uppgötvunum manna í samhljómi við Sinfóníuhljómsveitina og Sprengju-Kötu sem verður sérstakur gestur á tónleikunum. Glæsileg tónlist og myndbrot spanna tækniframfarir allt frá upphafi til framtíðar í spennandi ferðalagi undir leiðsögn Ævars vísindamanns. Upptökustjórn: Benedikt Nikulás Anes Ketilsson.
RÚV - Efstaleiti 1, 103 Reykjavík - Sími: 515 3000 Fax: 515 3010 - © RÚV 2021