Heimildamyndir á RÚV
Landakort
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
7. þáttur Ullin er afsökun fyrir að hittast og hlæja saman
„Við komum saman reglulega til að kenna hver annarri og rifja upp það sem við erum sjaldan að gera. Sumar eru alltaf í spuna en minna í flókagerð og þá er gott að rifja það upp annað slagið. Svo er þetta líka afsökun fyrir því að hittast og borða góðan mat og kjafta og hlæja saman" segir Maja Siska, ein af Spunasystrum, handverkshópi í Árnessýslum. Spunasystur hafa vakið verðskuldaða athygli síðustu misseri fyrir handverk úr íslenskri ull og fyrir líflegar kynningar á ullarvinnslu í ýmsum myndum.
Sýnt: 16.04.2021 18.50
Opnuðu reiðhjólaverkstæði í bílskúrnum 11 og 13 ára
Sýnt 11.04.2021
„Þetta bara datt í kollinn á okkur og við ákváðum að gera það,“ segir Steinar Óskarsson, 13 ára strákur á Reyðarfirði, en hann og Steinar Kári Ásgrímsson vinur hans og frændi reka saman reiðhjólaverkstæðið BS verkstæði í bílskúr á Reyðarfirði. „Við höfum mest verið að laga hjól og hlaupahjól fyrir fólk hér á Reyðarfirði og erum oftast bara að laga slöngur og svoleiðis,“ segir Steinar. „Ef það er lítið að gera þá erum við bara eitthvað að leika okkur við taka hluti í sundur og skrúfa saman aftur.“
Þeir félagarnir hafa mikinn áhuga á hjólreiðum og langar að safna sér fyrir ferð í fjallahjólasumarbúðir í Bandaríkjunum. Bergur Kári segir að innkoman fari þó líka í að byggja upp verkstæðið. „Við erum að safna fyrir varahlutum og nýjum verkfærum,“ útskýrir hann. Skemmtilegast finnst honum að taka hluti í sundur og setja þá saman aftur. „Og svo líka bara gleðin sem fylgir því þegar manni tekst að laga það sem er bilað.“
Landinn leit við á verkstæðinu
5. þáttur Dúfurnar ómissandi hluti af mannlífinu
Sýnt 10.04.2021
Örlygur Kristfinnsson, fyrrverandi safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði og fuglavinur, hefur í gegnum árin verið einn þeirra sem sér til þess að dúfurnar sem lifa villtar á Siglufirði fái húsaskjól og hafi það þokkalegt. Hann lítur á sem samfélagslega skyldu sína, enda hafa dúfurnar verið þarna lengur en hann. Fyrir nokkrum áratugum voru dúfur í flestum bæjum á Íslandi. Þeim var svo fækkað skipulega og víða sjást þær varla lengur. Á Siglufirði má þó ganga að því vísu að sjá dúfur í miðbænum enda þykir Siglfirðingum vænt um dúfurnar sínar.
Hversdagsleikinn er lífið
Sýnt 10.04.2021
Við Hafnarstræti á Ísafirði þar sem löngum var skóbúð er Hversdagssafnið nú til húsa. „Hversdagssafnið er svona safn sem mig um dreymir um að finna eða upplifa þegar ég er að ferðast erlendis. Mig langar að kynnast staðnum og fólkinu og á sama tíma finna eitthvað sem að tengir okkur öll. Eins og sögur um skóna, eða ömmu mína, eða bara eitthvað venjulegt,“ segir Vaida Braziunaité, sem stofnaði Hversdagssafnið ásamt Björgu Sveinbjörnsdóttur.
„Hversdagsleikinn er náttúrlega lífið. En það er það sem að gerist á milli mikilvægra viðburða sem að er svo skemmtilegt,“ segir Björg. „Við höfum stundum kallað það hulduefnið því að það heldur öllu saman en það er svolítið erfitt að benda á nákvæmlega hvað það er. En það er líka þannig að um leið og við bendum á það og setjum það upp á vegg þá hættir það að vera hversdagslegt,“ segir Björg.
Landinn fékk að kynnast hversdagsleikanum í Hversdagssafninu á Ísafirði.
6. þáttur Syngja eftir nótum frá miðöldum
Sýnt 09.04.2021
„Mér fannst tilvalið að við myndum reyna að syngja þetta í kórnum," segir Daníel Þorsteinsson organisti og kórstjóri kirkjukórs Laugalandsprestakalls í Eyjafirði sem fékk þá hugmynd fyrir nokkrum árum að kórinn myndi syngja Credó úr Munkaþverárhandritinu svokallaða. Handritið, sem var skrifað árið 1473 og er varðveitt hjá Árnastofnun, er elsta heimildin um tvíradda söng á Íslandi og jafnvel í Evrópu. Aðeins ein síða hefur bjargast úr þessari gömlu messusöngsbók sem var í eigu munkaklaustursins á Munkaþverá.
Dúfurnar ómissandi hluti af mannlífinu
Sýnt 05.04.2021
Örlygur Kristfinnsson, fyrrverandi safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði og fuglavinur, hefur í gegnum árin verið einn þeirra sem sér til þess að dúfurnar sem lifa villtar á Siglufirði fái húsaskjól og hafi það þokkalegt. Hann lítur á sem samfélagslega skyldu sína, enda hafa dúfurnar verið þarna lengur en hann. Fyrir nokkrum áratugum voru dúfur í flestum bæjum á Íslandi. Þeim var svo fækkað skipulega og víða sjást þær varla lengur. Á Siglufirði má þó ganga að því vísu að sjá dúfur í miðbænum enda þykir Siglfirðingum vænt um dúfurnar sínar.
Um þúsund skip á hafsbotni við Ísland
Sýnt 04.04.2021
Miðað við fjölda skipsflaka á hafsbotni var Eyrarbakki lengi vel aðalkaupstaður landsins segir Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur hjá Rannsóknasetri HÍ á Vestfjörðum. Hann hefur undanfarin ár unnið að því að kortleggja skipsflök á grunnsævi við Íslandsstrendur.
4. þáttur Nýstofnaður kvennakór Grindavíkur
Sýnt 03.04.2021
Í byrjun árs hélt kvennakór Grindavíkur sína fyrstu formlegu söngæfingu. Berta Dröfn Ómarsdóttir kórstjóri og forsprakki hópsins segir að mikið hafi verið ýtt á hana að stofna kvennakór en flestar af þeim 20-30 konum sem syngja í kórnum sungu saman á sínum yngri árum.
Katla í gjörgæslu
Sýnt 03.04.2021
Þéttritið net af jarðskjálftamælum og gps mælum er notað til að fylgjast með hverjum "andardrætti" þekktasta eldfjalls á Íslandi, Kötlu.
5. þáttur Dúfurnar ómissandi hluti af mannlífinu
Sýnt 02.04.2021
Örlygur Kristfinnsson, fyrrverandi safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði og fuglavinur, hefur í gegnum árin verið einn þeirra sem sér til þess að dúfurnar sem lifa villtar á Siglufirði fái húsaskjól og hafi það þokkalegt. Hann lítur á sem samfélagslega skyldu sína, enda hafa dúfurnar verið þarna lengur en hann. Fyrir nokkrum áratugum voru dúfur í flestum bæjum á Íslandi. Þeim var svo fækkað skipulega og víða sjást þær varla lengur. Á Siglufirði má þó ganga að því vísu að sjá dúfur í miðbænum enda þykir Siglfirðingum vænt um dúfurnar sínar.
31.03.2021
Smitar börn í Fjallabyggð af sirkusbakteríunni
Sýnt 28.03.2021
„Það er svo gaman að gera sirkus. Maður getur ekki hætt ef maður hefur einu sinni fengið bakteríuna,“ segir Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sirkuslistakona.
Unnur, eða Húlladúllan eins og hún er oft kölluð, kynntist sirkuslistum fyrst úti í Mexíkó fyrir 12 árum síðan. Hún hefur sótt fjölda námskeiða og undanfarin ár hefur hún flakkað víða og kennt sirkuslistir. Fyrir um einu og hálfu ári síðan ákvað hún að setjast að á Ólafsfirði þar sem hún rekur meðal annars sirkusskóla fyrir börn á Dalvík og í Fjallabyggð.
Landinn leit inn á æfingu og það var ekki annað að sjá en að Unni hefði tekist að smita krakkana af bakteríunni.
„Ég er búin að fara á mörg námskeið hjá Unni og þau eru rosalega skemmtileg,“ segir Emilía Ólöf Aronsdóttir 12 ára. Krakkarnir læra meðal annars að húlla, halda á lofti og gera alls kyns jafnvægiskúnstir. Og þau vita að æfingin skapar meistarinn.
„Ég var alla vega ekki neitt rosalega góð að húlla þegar ég byrjaði en ég er það núna,“ segir Freyja Júlía Brynjarsdóttir 9 ára. Henni finnst allt skemmtilegt í sirkusskólanum. „Það er bara að læra að gera hlutina og ef það tekst ekki þá bara byrjar maður aftur upp á nýtt,“ segir hún.
3. þáttur Tæp 100 ár frá vígslu fyrstu lyftunnar
Sýnt 27.03.2021
Fyrsta lyfta landsins var vígð árið 1921 í húsi Eimskipafélagsins í Pósthússtræti sem nú hýsir Radisson Blu hótel. Þótti það vera undur og stórmerki að hægt væri að koma sér svona á milli hæða. Flest höfum við á einhverjum tímapunkti stigið fæti inn í lyftu en fáir þó sennilega eytt meiri tíma í lyftum og lyftugöngum heldur en Jón Þorkelsson rafvirkjameistari sem vinnur við að lagfæra þær. Tæknin hefur þróast hratt í gegnum tíðina og er óhætt að segja að himinn og haf sé á milli elstu lyftanna og þeirra nýjustu.
4. þáttur Nýstofnaður kvennakór Grindavíkur
Sýnt 26.03.2021
Í byrjun árs hélt kvennakór Grindavíkur sína fyrstu formlegu söngæfingu. Berta Dröfn Ómarsdóttir kórstjóri og forsprakki hópsins segir að mikið hafi verið ýtt á hana að stofna kvennakór en flestar af þeim 20-30 konum sem syngja í kórnum sungu saman á sínum yngri árum.
Tekst á við Parkinsonsjúkdóminn með saumaskap
Sýnt 25.03.2021
„Ég hef þá trú að þetta geri mér gott. Bútasaumur er þannig að þú þarft að skera mjög nákvæmlega og sauma mjög nákvæmlega þannig að þetta agar mann líka," segir Ólöf Ólafsdóttir, bóndi á Tannstaðabakka í Hrútafirði. Rætt veðrur við hana í Landanum í kvöld.
Ólöf hefur alltaf haft áhuga á handavinnu en þegar hún greindist með parkinsonsjúkdóminn fyrir nokkrum árum síðan fór hún að stunda bútasaum af kappi og lítur á það sem mikilvæga heilsurækt. „Þetta var svona hugmynd að ég myndi þjálfa fínhreyfingarnar og líka á mér hausinn með því að setja saman munstur og liti,“ segir Ólöf sem tók fljótt þá ákvörðun að selja teppin og gefa ágóðann til góðgerðamála í heimabyggð. Á síðustu þremur árum hefur saumaskapur Ólafar skilað um einni og hálfri milljón í velferðasjóðinn.
„Mér finnst ég búin að fá mitt út úr þessu þegar ég er búin að hanna teppið og sauma það. Ef ég get selt það þá fer það í vekferðarsjóð hér á svæðinu. Þetta er svona "win/win". Ég get gert fleiri teppi og fengið meiri þjálfun, gleði og ánægju og peningurinn fer í það að hjálpa þeim sem þurfa."
2. þáttur Þriggja daga ganga í Reykjarfjarðarlaug
Sýnt 20.03.2021
Sundlaugin í Reykjarfirði á Ströndum er 80 ára. „Það var pabbi minn og Guðfinnur, sem var tveimur árum eldri en pabbi, og pabbi þeirra sem grófu hérna að mestu fyrir sundlauginni og hún er 8x20 metrar og mesta dýptin er 1,70 metrar. En það komu hérna nokkrir menn í kring til að hjálpa og þetta voru 150 dagsverk og 23 hestadagsverk sem þetta tók. Hún var vígð 2. júní 1938 og það voru 25 nemendur á námskeiðinu og það komu hérna 72 gestir alls staðar að. Og svo buðu amma og afi í kaffi," segir Erla Jóhannesdóttir, landeigandi í Reykjarfirði.
3. þáttur Tæp 100 ár frá vígslu fyrstu lyftunnar
Sýnt 19.03.2021
Fyrsta lyfta landsins var vígð árið 1921 í húsi Eimskipafélagsins í Pósthússtræti sem nú hýsir Radisson Blu hótel. Þótti það vera undur og stórmerki að hægt væri að koma sér svona á milli hæða. Flest höfum við á einhverjum tímapunkti stigið fæti inn í lyftu en fáir þó sennilega eytt meiri tíma í lyftum og lyftugöngum heldur en Jón Þorkelsson rafvirkjameistari sem vinnur við að lagfæra þær. Tæknin hefur þróast hratt í gegnum tíðina og er óhætt að segja að himinn og haf sé á milli elstu lyftanna og þeirra nýjustu.
1. þáttur Leikið á hrosskjálka og vatnsbrúsa
Sýnt 13.03.2021
„Við byrjðum á þessu þegar strákarnir okkar voru litlir. Þá vorum við spurð í leikskólanum hvort við gætum ekki gert eitthvað fyrir krakkana," segir Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari. Hún og maður hennar, Steef van Oosterhout slagverksleikari, eru Dúó stemma. Þau setja upp nokkurs konar tónleikhús í leikskólum, grunnskólum og í raun hvar sem er og segja sögur með hjálp hljóðfæra, bæði hefðbundinna og vægast sagt óhefðbundinna. Þau spila á skeiðar, hrosskjálka, hárbursta, vatnsbrúsa og hvað eina sem þeim dettur í hug. „Út frá hljóðunum spratt saga. Við notum hljóðin til að segja sögur og það virkar. Það er tónlist í öllum hlutum ef vel er að gáð," segir Steef.
2. þáttur Þriggja daga ganga í Reykjarfjarðarlaug
Sýnt 12.03.2021
Sundlaugin í Reykjarfirði á Ströndum er 80 ára. „Það var pabbi minn og Guðfinnur, sem var tveimur árum eldri en pabbi, og pabbi þeirra sem grófu hérna að mestu fyrir sundlauginni og hún er 8x20 metrar og mesta dýptin er 1,70 metrar. En það komu hérna nokkrir menn í kring til að hjálpa og þetta voru 150 dagsverk og 23 hestadagsverk sem þetta tók. Hún var vígð 2. júní 1938 og það voru 25 nemendur á námskeiðinu og það komu hérna 72 gestir alls staðar að. Og svo buðu amma og afi í kaffi," segir Erla Jóhannesdóttir, landeigandi í Reykjarfirði.
Kassabílar í Hlíðunum
Sýnt 12.03.2021
Í Hlíðunum í Reykjavík er rekin blómleg kassabílaþjónusta. Eigendur fyrirtækisins eru ungir að árum, tíu ára, en láta það ekki aftra sér frá að sjá um allt frá smíði bílanna til peningamála.
Kvæðakona
Sýnt 08.03.2021
María Jónsdóttir, kvæðakona á Hvolsvelli, byrjaði mjög ung að kveða með pabba sínum og var aðeins tíu ára þegar hún kom fyrst fram opinberlega. Faðir hennar æfði kvæðalög með börnum sínum og hélt kvæðaskemmtanir víða um land m.a. í Gamla Bíói í Reykjavík. Þar voru þrjár kvæðaskemmtanir og fullt út úr dyrum í öll skiptin.
Bæta við þekkingu á íslenskri flóru í fríinu
Sýnt 07.03.2021
Hópur kvenna er kominn á Rauðasand til að skoða og skrá plöntur. „Við höfum haft það sem aðalmarkmið að skrá í vanskráða reiti hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Það er búið að skipta landinu upp í hnitakerfi og reitirnir eru mjög misvel skráðir,“ segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands.
Þetta er í sjöunda sinn sem að hópurinn, sem hefur stundum kallað sig Grasakellur, heldur í ferð sem þessa. „Við förum á fallega staði og gerum vel við okkur í mat og drykk. En við erum samt að vinna, við erum að bæta við þekkingu á flóru Íslands þótt í litlu sé og allt hjálpar þetta til. Þetta er svona frí með smá svona missjón,“ segir Þóra Ellen en flestar konurnar sinna störfum sem að tengjast jurtaríkinu.
9. þáttur Holt
Sýnt 06.03.2021
Valborg Ólafsdóttir er uppalin í Kópavogi en býr nú ásamt manni sínum og tveimur börnum í Holti undir Eyjafjöllum. Hún situr síður en svo aðgerðarlaus því ásamt því að reka gistiheimili, hugsa um 230 kindur og 70 hesta og taka á móti ferðamönnum á hverjum einasta degi semur hún og flytur tónlist ásamt nágrönnum sínum á næstu bæjum sem vill svo heppilega til að eru músíkalskir.
1. þáttur Leikið á hrosskjálka og vatnsbrúsa
Sýnt 05.03.2021
„Við byrjðum á þessu þegar strákarnir okkar voru litlir. Þá vorum við spurð í leikskólanum hvort við gætum ekki gert eitthvað fyrir krakkana," segir Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari. Hún og maður hennar, Steef van Oosterhout slagverksleikari, eru Dúó stemma. Þau setja upp nokkurs konar tónleikhús í leikskólum, grunnskólum og í raun hvar sem er og segja sögur með hjálp hljóðfæra, bæði hefðbundinna og vægast sagt óhefðbundinna. Þau spila á skeiðar, hrosskjálka, hárbursta, vatnsbrúsa og hvað eina sem þeim dettur í hug. „Út frá hljóðunum spratt saga. Við notum hljóðin til að segja sögur og það virkar. Það er tónlist í öllum hlutum ef vel er að gáð," segir Steef.
Snorri Eldjárn Hauksson
Sýnt 04.03.2021
Dalvíkingurinn Snorri Eldjárn Hauksson, sem sumir kannast eflaust við úr keppnisliði Dalvíkurbyggðar í Útsvari, hefur slegið í gegn sem þjóðlagasöngvari í Kólumbíu. Tónlist og söngur hefur alltaf verið ástríða og áhugamál Snorra, en þó var hann búinn að gefa drauminn um að verða atvinnusöngvari á Íslandi upp á bátinn þegar hann hélt út til Kólumbíu í spænskuskóla.
Smíðar skíði í Skíðadal
Sýnt 03.03.2021
„Núna er ég kominn á þann stað að ég er kominn með sjálfstraust til að segja að ég get farið að framleiða skíði,“ segir Dagur Óskarsson vöruhönnuður sem hefur unnið að því hörðum höndum undanfarin ár að hanna og smíða skíði úr íslenskum við.
„Þetta er búin að vera löng fæðing,“ segir Dagur en mikill tími hefur farið í samlímingar og prófanir auk þess sem hann hefur þurft að búa til flest verkfæri og tæki til framleiðslunnar sjálfur. „Þetta er bara einhver þráhyggja sko,“ segir Dagur og hlær. Draumurinn er að koma sér upp litlu verkstæði þar sem hann getur sérsmíðað skíði eftir óskum hvers og eins. Og þetta ætlar hann helst að gera heima hjá sér, á Þverá í Skíðadal.
„Hér er mikið líf og starfsemi á veturna tengt skíðum og hér eru stórkostleg fjöll og stórkostleg náttúra,“ segir Dagur. Hann er sannfærður um að ferðamenn sem koma á Tröllaskagann til að skíða niður brekkurnar kunni að meta það að geta keypt sér handunnin skíði smíðuð á staðnum. „Þetta er auðvitað þröngur hópur en ég tel að það sé markaður fyrir þetta.“ Landinn heimsótti Dag.
8. þáttur Druslur
Sýnt 27.02.2021
Það er æfing hjá kirkjukór Akraness og lögin sem þar hljóma eru þekkt sálmalög en textarnir eru ekki þeir sem maður heyrir sungna við lögin í hefðbundnum messum.
Samgönguminjasafn
Sýnt 26.02.2021
Samgönguminjasafnið í Stóragerði í Skagafriði er bíla- og vélasafn með yfir 400 faratæki allt frá árinu 1909 fram til 2003. Eigendur safnsins eru Gunnar Kr. Þórðarson og Sólveig Jónasdóttir. Gunnar hefur frá unga aldri safnað stórum hluta sýningargripanna og gert þá upp. Nú eru til sýnis á safninu yfir eitt hundrað safngripir.
Opnuðu reiðhjólaverkstæði í bílskúrnum 11 og 13 ára
Sýnt 21.02.2021
„Þetta bara datt í kollinn á okkur og við ákváðum að gera það,“ segir Steinar Óskarsson, 13 ára strákur á Reyðarfirði, en hann og Steinar Kári Ásgrímsson vinur hans og frændi reka saman reiðhjólaverkstæðið BS verkstæði í bílskúr á Reyðarfirði. „Við höfum mest verið að laga hjól og hlaupahjól fyrir fólk hér á Reyðarfirði og erum oftast bara að laga slöngur og svoleiðis,“ segir Steinar. „Ef það er lítið að gera þá erum við bara eitthvað að leika okkur við taka hluti í sundur og skrúfa saman aftur.“
Þeir félagarnir hafa mikinn áhuga á hjólreiðum og langar að safna sér fyrir ferð í fjallahjólasumarbúðir í Bandaríkjunum. Bergur Kári segir að innkoman fari þó líka í að byggja upp verkstæðið. „Við erum að safna fyrir varahlutum og nýjum verkfærum,“ útskýrir hann. Skemmtilegast finnst honum að taka hluti í sundur og setja þá saman aftur. „Og svo líka bara gleðin sem fylgir því þegar manni tekst að laga það sem er bilað.“
Landinn leit við á verkstæðinu
Hversdagsleikinn er lífið
Sýnt 21.02.2021
Við Hafnarstræti á Ísafirði þar sem löngum var skóbúð er Hversdagssafnið nú til húsa. „Hversdagssafnið er svona safn sem mig um dreymir um að finna eða upplifa þegar ég er að ferðast erlendis. Mig langar að kynnast staðnum og fólkinu og á sama tíma finna eitthvað sem að tengir okkur öll. Eins og sögur um skóna, eða ömmu mína, eða bara eitthvað venjulegt,“ segir Vaida Braziunaité, sem stofnaði Hversdagssafnið ásamt Björgu Sveinbjörnsdóttur.
„Hversdagsleikinn er náttúrlega lífið. En það er það sem að gerist á milli mikilvægra viðburða sem að er svo skemmtilegt,“ segir Björg. „Við höfum stundum kallað það hulduefnið því að það heldur öllu saman en það er svolítið erfitt að benda á nákvæmlega hvað það er. En það er líka þannig að um leið og við bendum á það og setjum það upp á vegg þá hættir það að vera hversdagslegt,“ segir Björg.
Landinn fékk að kynnast hversdagsleikanum í Hversdagssafninu á Ísafirði.
Bæta við þekkingu á íslenskri flóru í fríinu
Sýnt 21.02.2021
Hópur kvenna er kominn á Rauðasand til að skoða og skrá plöntur. „Við höfum haft það sem aðalmarkmið að skrá í vanskráða reiti hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Það er búið að skipta landinu upp í hnitakerfi og reitirnir eru mjög misvel skráðir,“ segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands.
Þetta er í sjöunda sinn sem að hópurinn, sem hefur stundum kallað sig Grasakellur, heldur í ferð sem þessa. „Við förum á fallega staði og gerum vel við okkur í mat og drykk. En við erum samt að vinna, við erum að bæta við þekkingu á flóru Íslands þótt í litlu sé og allt hjálpar þetta til. Þetta er svona frí með smá svona missjón,“ segir Þóra Ellen en flestar konurnar sinna störfum sem að tengjast jurtaríkinu.
7. þáttur Aron Kale
Sýnt 20.02.2021
Listamaðurinn Aron Kale á Egilsstöðum hefur verið valinn listamaður hátíðarinnar List án Landamæra í ár. Aron hefur gaman af fleiri listformum en myndlistinni, en hann er einnig plötusnúður og nýtur þess að koma fram sem slíkur. Tónlistina notar hann jafnframt sem innblástur í verk sín. Samhliða listinni vinnur Aron í Bónus á Egilsstöðum.
Bach
Sýnt 19.02.2021
Rut Ingólfsdóttir hélt á Bach-tónleika í þremur kirkjum, Oddakirkju á Rangárvöllum, Krosskirkju í Austur-Landeyjum og Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð. Þar flutti hún Chaconnan úr Partítu í d-moll eftir Johann Sebastian Bach sem flutt er með sálmaútsetningum tónskáldsins. Kirkjukórar Breiðabólstaðarhlíðarprestakalls og Odda- og Þykkvabæjarkirkna syngja sálmana en auk þeirra syngja á tónleikunum einsöngvararnir Sigríður Aðalsteinsdóttir, Bjarni Guðmundsson og Aðalheiður M. Gunnarsdóttir.
Snorklar eftir rauðmaga
Sýnt 17.02.2021
„Það er bara að eiga galla, blautgalla eða þurrgalla, snorku og gleraugu, meira þarftu ekki,“ segir Hilmar Pálsson sem er á leið á rauðmagaveiðar. „Síðan leita ég að rauðmaganum í kringum steina, hann yfirleitt býr sér til hreiður, hreinsar botninn og þá finn ég hann þar, og tíni hann með höndunum og set í lítinn kartöflupoka.“ Þótt Hilmar sé líklega sá eini sem að veiðir rauðmaga með þessum hætti þá tíðkaðist það lengi að stinga eða gogga upp rauðmaga á grynningunum. Þá áttu krakkar það líka til að vaða út í og grípa fiskinn, eins og Hilmar gerir.
Gefur timburkeflum framhaldslíf sem sófaborð
Sýnt 14.02.2021
"Það er náttúrulega bara algjör synd að láta þetta grotna niður eða farga þessu. Þetta er bara flott hráefni og verða flottar mublur þegar er búið að klappa þeim svoltið vel," segir Matthías Haraldsson sem dundar sér við það að pússa upp gömul kefli undan rafmagnsvírum og togvírum og búa til úr þeim sófaborð.
Matthías, vinnur sem öryggisstjóri í álverinu á Reyðarfirði en rekur líka vefverslunina Ethic með Hafrúnu eiginkonu sinni. "Þetta er netverslun þar sem við höfum verið að selja umhverfisvænan fatnað og skó. Allt framleit á umhverfsisvænan og sjálfbæran hátt," segir Matthías. Og borðin eru sprottin úr sömu hugmyndafræði. "Það er í rauninni bara verið að endurnýta eitthvað rusl sem er búið að þjóna sínum tilgangi. Þannig að það eru klárlega umhvefissjónarmið í því."
Landinn fékk að fylgjast með Matthíasi við smíðar.
6. þáttur Fokker
Sýnt 13.02.2021
Þegar Fokker-flugvél Flugleiða hóf sig til flugs frá Ísafjarðarflugvelli 20. mars árið 1982 varð sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar. Flugmönnunum tókst að slökkva eld í hreyflinum en náðu ekki lendingarhjóli niður. Því var ákveðið að fljúga til Keflavíkur og lenda þar.
Flótti undan brotajárnssöfnurum
Sýnt 12.02.2021
„Þetta er nú í flestra augum bara bílhræ, ryðguð bílhræ,“ segir Valdimar Benediktsson vélvirki sem hefur safnað gömlum bílum og vélum í nokkra áratugi. Landinn rölti með honum um safnið sem hann geymir á lóðinni við vélsmiðjuna sína, Véltækni á Egilsstöðum.
Konungsflygillinn
Sýnt 12.02.2021
Rifjuð er upp saga flygils sem keyptur var í tilefni komu Kistjáns áttunda hingað til lands árið 1907. Flygillinn hefur verið gerður upp og stendur nú í stássstofunni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. „Það fer ekkert framhjá þér þegar þú sérð hann að þetta er gamalt hljóðfæri, en hann lítur fallega út og hefur þennan gamla virðuleika og glæsileika,“ segir Sindri Már Heimisson hljóðfærasmiður sem undanfarna mánuði hefur verið að gera upp sögufrægan flygil.
Er stafræna byltingin að stela minningunum okkar?
Sýnt 10.02.2021
"Við erum að upplifa þá tíma sem er hvað mest myndið í heiminum. Það eru allir með flotta myndavél í símanum sínum og það eru allir að mynda allt sem gerist. En við höfum áhyggjur af því að þetta verði sá tími sem verður mest myndaður en minnst verður til af myndum af," segir Þórhallur Jónsson eigandi ljósmyndaþjónustunnar Pedrómynda á Akureyri.
Líklega höfum við aldrei verið jafn dugleg við að skrásetja daglegt líf okkar. Við tökum ógrinni af ljósmyndum og erum í stöðugum samskiptum við vini okkar í gegnum samfélagsmiðla og samskiptaforrit. En hvað af þessu varðveitist eftir okkar dag? Ömmur okkar og afar geta iljað sér við að lesa gömul ástarbréf en rómantísk skilaboð á snapchat eða "læk" á instagram er erfiðara að varðveita.
Landinn veltir því fyrir sér í kvöld hvort stafræna byltingin sé mögulega að stela frá okkur minningunum.
Ullin er afsökun fyrir að hittast og hlæja saman
Sýnt 07.02.2021
„Við komum saman reglulega til að kenna hver annarri og rifja upp það sem við erum sjaldan að gera. Sumar eru alltaf í spuna en minna í flókagerð og þá er gott að rifja það upp annað slagið. Svo er þetta líka afsökun fyrir því að hittast og borða góðan mat og kjafta og hlæja saman" segir Maja Siska, ein af Spunasystrum, handverkshópi í Árnessýslum. Spunasystur hafa vakið verðskuldaða athygli síðustu misseri fyrir handverk úr íslenskri ull og fyrir líflegar kynningar á ullarvinnslu í ýmsum myndum.
5. þáttur Brunahanar
Sýnt 06.02.2021
Garðar H. Guðjónsson blaðamaður og Guðni Hannesson ljósmyndari hafa sett upp sýningu um brunahana á Akranesi. Þeir hafa ljósmyndað alla brunahana á Akranesi og sett saman fróðleik um hverja tegund fyrir sig.
Oddi
Sýnt 05.02.2021
Eitt merkasta framlag Íslendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvísinda er svokölluð Odda-tala, sem er felld inn í Rímbeglu, rit frá 12.öld þar sem er að finna ýmiss konar fróðleik um stjörnur og rím.
4. þáttur Samgönguminjasafn
Sýnt 30.01.2021
Samgönguminjasafnið í Stóragerði í Skagafriði er bíla- og vélasafn með yfir 400 faratæki allt frá árinu 1909 fram til 2003. Eigendur safnsins eru Gunnar Kr. Þórðarson og Sólveig Jónasdóttir. Gunnar hefur frá unga aldri safnað stórum hluta sýningargripanna og gert þá upp. Nú eru til sýnis á safninu yfir eitt hundrað safngripir.
Von
Sýnt 29.01.2021
Björg Pétursdóttir var aðalhvatamanneskjan að stofnun Verkakvennafélagsins Vonar á Húsavík. Von var stofnað fyrir 100 árum og afmælisins er meðal annars minnst með útgáfu ljóða Bjargar í bókinni Tvennir tímar og uppsetningu á ljósmyndum sem tengjast starfi félagsins.
3. þáttur Matthildur Ingimarsdóttir
Sýnt 23.01.2021
Matthildur Ingimarsdóttir er níu ára söngkona frá Flugumýri í Skagafirði sem þykir mest gaman að syngja fyrir gamla fólkið. Landinn hitti Matthildi á Löngumýri, gamla húsmæðraskólanum sem nú er í eigu Þjóðkirkjunnar, en þar var hún mætt til að syngja á samkomu eldri borgara í Skagafirði.
Tæp 100 ár frá vígslu fyrstu lyftunnar
Sýnt 19.01.2021
Fyrsta lyfta landsins var vígð árið 1921 í húsi Eimskipafélagsins í Pósthússtræti sem nú hýsir Radisson Blu hótel. Þótti það vera undur og stórmerki að hægt væri að koma sér svona á milli hæða. Flest höfum við á einhverjum tímapunkti stigið fæti inn í lyftu en fáir þó sennilega eytt meiri tíma í lyftum og lyftugöngum heldur en Jón Þorkelsson rafvirkjameistari sem vinnur við að lagfæra þær. Tæknin hefur þróast hratt í gegnum tíðina og er óhætt að segja að himinn og haf sé á milli elstu lyftanna og þeirra nýjustu.
Samgönguminjasafn
Sýnt 18.01.2021
Samgönguminjasafnið í Stóragerði í Skagafriði er bíla- og vélasafn með yfir 400 faratæki allt frá árinu 1909 fram til 2003. Eigendur safnsins eru Gunnar Kr. Þórðarson og Sólveig Jónasdóttir. Gunnar hefur frá unga aldri safnað stórum hluta sýningargripanna og gert þá upp. Nú eru til sýnis á safninu yfir eitt hundrað safngripir.
2. þáttur Skátar
Sýnt 16.01.2021
Grænir skátar eru með söfnunargáma fyrir drykkjarumbúðir út um borg og bý og dósirnar og flöskurnar sem þangað koma skipta milljónum. Þetta er fjáröflunarstarf hjá skátunum og umhverfissjónarmið, þar sem verið er að stuðla að aukinni endurvinnslu. Auk þess veitir dósasöfun fólki með skerta starfsgetu atvinnu.
RÚV - Efstaleiti 1, 103 Reykjavík - Sími: 515 3000 Fax: 515 3010 - © RÚV 2021