Menning á RÚV
Menningin
Fjallað er á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Guðrún Sóley Gestsdóttir.
21.01.2021
20.01.2021
19.01.2021
13.01.2021
Geim-mér-ei er nýtt leikverk fyrir yngstu leikhúsgestina, flutt af brúðum í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu.
Gunna Dís er meðmælandi vikunnar og mælir með bókmenntum, tónlist og sjónvarpsþáttum.
Fram koma: Agnes Wild, Þorleifur Einarsson og Guðrún Dís Emilsdóttir
12.01.2021
Haraldur Jónsson hefur framkallað sjö ný verk sem hann sýnir undir heitinu Ljósavél í Berg Contemporary.
11.01.2021
Listasafn ASÍ hleypti af stokkunum nýrri tegund vinnustaðasýninga í desember undir nafninu Bibendum en þar sýna listamenn verk sín á dekkjaverkstæðum.
Fram koma: Kristín Gunnlaugsdóttir og Bartosz Kaczmarek
07.01.2021
Leikhúsin fá loksins opna sínar dyr og er mikill spenningur í Borgarleikhúsinu sem byrjar á barnasýningunni Fuglabjarg.
Leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson gefur okkur svo góð meðmæli.
Fram koma: Brynhildur Guðjónsdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Birnir Jón Sigurðsson og Tyrfingur Tyrfingsson
05.01.2021
Áhrifa tónlistarmannsins Magnúsar Jóhanns gætir vítt og breytt í íslensku tónlistarlífi, ýmist í flutningi, tónsmíðum eða pródúksjón.
Fram koma: Magnús Jóhann Ragnarsson, Eyþór Gunnarsson og Auðunn Lúthersson
04.01.2021
Daði Guðbjörnsson myndlistarmaður opnaði nýverið sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar sem nefnist Gjöf Daða. Sýningin samanstendur af 400 grafíkverkum sem listamaðurinn færði safninu að gjöf.
22.12.2020
Hljóð og þögn eru yfirskriftir nýjustu verka Finnboga Péturssonar myndlistarmanns, annars vegar sýningar sem var opnuð í Neskirkju á dögunum og hins vegar Kærleikskúlunnar, sem hann hannar fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í ár.
21.12.2020
Magnús Helgason og Ólöf Helga Helgadóttir, myndlistarmenn frá Akureyri, leggja undir sig Gerðarsafn á fjórðu sýningunni í röðinni Skúlptúr/skúlptúr.
17.12.2020
Dans birtist í flugeldum sem birtast svo í blómum í meðförum listakonunnar Siggu Soffíu. Listaverk hennar Eldblóm, tekur á sig nýja mynd á ljósmyndasýningu við Hörpu og á Sæbraut.
Meðnælandi vikunnar er Snorri Björns ljósmyndari og hlaðvarpsstjórnandi.
Fram koma: Sigríður Soffía Níelsdóttir og Snorri Björnsson
16.12.2020
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið ákváðu að senda þjóðinni jóla- og baráttukveðju með því að endurgera eitt þekktasta jólalag Íslands, Ég hlakka svo til.
Fram koma: Lára Sóley Jóhannsdóttir, Magnús Geir Þórðarson og Sigrún Eðvaldsdóttir
15.12.2020
Samsýningin Art 365 í Listasafni Reykjanesbæjar er fjölbreytt salon-sýning sem inniheldur til að mynda verk eftir myndlistarmenn, hönnuði, skáld og kvikmyndargerðarmenn.
Fram koma: Helga Þórsdóttir, Tim Junge og Lind Völundardóttir
14.12.2020
Form sem vekja gleði eru aðalsmerki Hönnu Whitehead sem hannar muni, textíl og skreytingar jólatrés Heiðmerkurjólamarkaðarins í ár.
Fram koma: Hanna Dís Whitehead og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir
10.12.2020
Markaðir með myndlist spretta upp víða um Reykjavík í aðdraganda jóla.
Fram koma: Dorothée Kirch, Sigurður Atli Sigurðsson, Anna Eyjólfsdóttir og Benedikt Hermann Hermannsson
09.12.2020
Daníel Bjarnason stjórnandi og Sinfóníuhljómsveit Íslands hlutu á dögunum Grammy-tilnefningu fyrir plötuna Concurrence sem inniheldur verk eftir fjögur íslensk tónskáld.
Fram koma: Daníel Bjarnason, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Páll Ragnar Pálsson og María Huld Markan.
08.12.2020
Elliðaárstöð, gamla rafstöðin í Elliðaárdal verður hundrað ára á næsta ári. Í tilefni af því gengur húsið og svæðið í kring í endurnýjun lífdaga með fulltingi listamanna og hönnuða.
Fram koma: Atli Bollason og Magnea Guðmundsdóttir
07.12.2020
Átján ára gömul hljóðritun af upptöku Sigur Rósar á Hrafnagaldri Óðins er loksins komin út.
Fram koma: Kjartan Sveinsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir
03.12.2020
Listamaðurinn Fritz Hendrik IV frumsýnir sýninguna Kjarnhiti þar sem málverk, módel, húsgögn og þrívíddarprent eru meðal þeirra miðla sem notast er við.
Meðmælandi vikunnar er Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur.
02.12.2020
Ari Eldjárn frumsýnir uppstand sitt Pardon my Icelandic á Netflix en þetta er frumraun grínistans hjá efnisveitunni.
01.12.2020
Menningin er lengri kantinum í dag og heilsar úr Iðnó þar sem dagur Íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur.
Þrjú tónlistaratriði voru flutt í tilefni af deginum og Jónatan Garðarsson fékk heiðursverðlaun Dags íslenskar tónlistar.
Fram koma: Kristján Freyr Halldórsson, Una Stefánsdóttir, Bríet Ísis Elfar, Björn Jörundur Friðbjörnsson og Jónatan Garðarsson
30.11.2020
ÓraVídd nefnist yfirlitssýning á verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar, sem opnuð var á Kjarvalsstöðum á dögunum. Sigurður hefur á undanförnum 30 árum opnað fyrir áhorfendum það sem kalla má huliðsheima málverksins.
Fram koma: Sigurður Árni Sigurðsson og Markús Þór Andrésson
26.11.2020
Árni Már Erlingsson er einn af stofnendum Gallerý Ports og opnaði nýverið sýninguna Formfast þar en þetta er hans fyrsta einkasýning í rýminu.
Meðmælandi vikunnar er svo Birna Anna Björnsdóttir sem leitar pínu aftur í tímann með sín meðmæli.
Fram koma: Árni Már Erlingsson og Birna Anna Björnsdóttir
25.11.2020
Hæsta timburhús landsins er fjögur þúsund fermetrar á fimm hæðum. Það stendur við Fornubúðir í Hafnarfirði og hýsir skrifstofur Hafrannsóknastofnunar.
Fram koma: Sigurður Einarsson
24.11.2020
Tónlistarhátíð Rásar 1 verður haldin í fjórða sinn í kvöld. Anna Þorvaldsdóttir tónskáld er listrænn stjórnandi en fjögur verk eftir jafnmörg tónskáld voru pöntuð sérstaklega fyrir hátíðina.
Fram koma: Anna Þorvaldsdóttir og Sóley Stefánsdóttir
23.11.2020
Óskarsverðlaunahafinn Markéta Irglová hefur verið búsett hér á landi um árabil. Hún semur tónlist, syngur og setti á laggirnar upptökustúdíó.
Fram koma: Markéta Irglová og Sturla Míó Þórisson
19.11.2020
Ólafur Arnalds hefur sent frá sér nýja breiðskífu sem skaust beint í 17. sæti breska vinsældarlistans.
Meðmælandi vikunnar er svo Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og leikstjóri og kemur hún með nokkrar góðar uppástungur af efni til að njóta.
18.11.2020
Sérfræðingar hjá Listasafni Reykjavíkur kenna réttu handtökin við að hengja upp málverk og myndir heima fyrir.
Fram koma: Edda Halldórsdóttir og Erik Hirt
17.11.2020
Finnski málarinn Karolina Hellberg hefur verið í akkorðsvinnu í gryfjunni í Ásmundarsal undanfarinn mánuð. Afraksturinn er nú orðinn að sýningu sem var opnuð um helgina.
16.11.2020
Gerður Kristný skáld hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt voru við hátíðlega en fámenna athöfn í Hörpu þann 16. nóvember.
12.11.2020
Iceland Airwaves skiptir yfir í stafrænan búning í ár og blæs til tónlistarhátíðarinnar Live from Reykjavík.
Meðmælandi vikunnar er Bergur Ebbi Benediktsson sem bælir með bókum, tónlist og kvikmynd.
Fram koma: Einar Stefánsson, Margrét Magnúsdóttir, Ísleifur Þórhallsson, Ragna KJartansdóttir og Bergur Ebbi Benediktsson.
11.11.2020
Keðjudans, LARP og tískusýning er meðal fjölmargra atriða á Unglist sem fer nú fram á netinu og eru hlekkir á alla viðburði hátíðarinnar aðgengilegir á Facebook.
Fram koma: Ása Hauksdóttir, Kolbrún Sól Stefánsdóttir og Anna Guðrún Tómasdóttir
10.11.2020
Út er komin bókin Fuglinn sem gat ekki flogið eftir Gísla Pálsson. Í tilefni af útgáfu bókarinnar fór Gísli í samtarf við Listasafn ASÍ og úr varð sýningin Upphaf aldauðans.
Ari Másson er tónlistarmaður, skáld og tungumálaséní sem rappar á 10 tungumálum undir listamannsnafninu Ari ma.
Fram koma: Elísabet Gunnarsdóttir og Ari Másson
09.11.2020
Á sýningunni Undirniðri er kafað ofan í undirmeðvitundina og þangað sóttur efniviður fyrir dularfullt völundarhús í hvelfingu Norræna hússins.
Fram kom: Arnbjörg María Danielsen
05.11.2020
Sýning Unndórs Egils Jónssonar, Cul de Sac, bíður tilbúin í Kling & Bang í Marshall-húsinu eftir því að slakað verði á samkomutakmörkunum en þar mætast myndlist, hönnun, trésmíðar og verkfræði í einum undarlegum brennipunkti.
Menningin leitar til fólks úr menningargeiranum og fær það til mæla með einhverju skemmtilegu til að horfa á, hlusta á eða lesa á Covid tímum. Sigríður Thorlacius söngkona ríður á vaðið.
Fram koma: Daníel Björnsson, Unndór Egill Jónsson og Sigríður Thorlacius
03.11.2020
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, tónlistarmaður og teiknari bætti við sig enn einum titlinum þegar hún gaf út sína fyrstu skáldsögu, barnabókina Grísafjörður, sem kom út á dögunum. Hún er jafnframt einn af höfundum Áramótaskaupsins á þessu ótrúlega ári og einsetti sér að gera eina myndasögu á hverjum degi allt árið.
02.11.2020
Listagjöf er verkefni sem Listahátíð ýtir úr vör þar sem hægt er að panta listaglaðning fyrir einhvern sem þér er kær
Fram koma: Vigdís Jakobssdóttir og Maya Jill Einarsdóttir
29.10.2020
Október var mánuður myndlistar og merkjum hennar haldið á lofti með heimsóknum á vinnustofur listamanna.
Fram komu: Hildur Elísa Jónsdóttir og Ósk Gunnlaugsdóttir
28.10.2020
Þriðja útgáfa listahátíðarinnar Ég býð mig fram ber titilinn Á milli stunda og fer fram á Hafnartorgi.
Fram koma. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, Ragnar Ísleifur Bragason, Bjartey Elín Hauksdóttir, Arnór Björnsson, Júlía Kolbrún Sigurðardóttir, Birkir Blær Ingólfsson og Kristinn Arnar Sigurðsson
38. þáttur
Sýnt 27.10.2020
Hljómsveitin Mammút var að senda frá sér sína fimmtu breiðskífu, sem nefnist Ride the Fire. Platan átti upphaflega að koma út í vor en Covid 19 setti hins vegar strik í reikninginn. Katrína Mogensen söngkona og Ása Dýradóttir bassaleikari segja að þeim hafi fundist ótækt að fresta útgáfunni lengur og bíða í ofvæni eftir að geta flutt hana á tónleikum fyrir framan áhorfendur.
RÚV - Efstaleiti 1, 103 Reykjavík - Sími: 515 3000 Fax: 515 3010 - © RÚV 2021