Leiknir þættir á sunnudögum á RÚV
Atlantic Crossing
Um Atlantsála
Leiknir þættir um norsku krónprinsessuna Mörthu og áhrif hennar á heimsmálin á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Árið er 1940 og Noregur er á valdi Þýskalands nasista. Martha krónprinsessa og fimm börn hennar gerast pólitískir flóttamenn í Hvíta húsinu. Vera hennar í Washington lætur Roosevelt forseta Bandaríkjanna ekki ósnortinn og færir hörmungarnar í Evrópu nær honum. Þættirnir byggjast á sönnum atburðum og segja frá hörmungum stríðsins. Meðal aðalleikara eru Sofia Helin og Kyle MacLachlan. Leikstjóri: Alexander Eik. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna.
RÚV - Efstaleiti 1, 103 Reykjavík - Sími: 515 3000 Fax: 515 3010 - © RÚV 2021