Kvikmyndir á RÚV
Forrester fundinn
Finding Forrester
Bandarísk mynd frá 2000 með Sean Connery í aðalhlutverki. Myndin segir frá Jamal Wallace, strák frá Bronx, sem fær námsstyrk við virtan skóla á Manhattan. Þar kynnist hann William Forrester, gömlum rithöfundi sem hefur lokað sig af frá umheiminum. Vinátta þeirra verður til þess að Forrester hættir sér aftur út á meðal fólks og Jamal sigrast á kynþáttafordómunum og lætur draum sinn um að skrifa rætast. Valdís Óskarsdóttir klippti myndina.
RÚV - Efstaleiti 1, 103 Reykjavík - Sími: 515 3000 Fax: 515 3010 - © RÚV 2021