Kvikmyndir á RÚV
Bíóást: Taxi Driver
Leigubílstjórinn
Sígild bandarísk bíómynd frá 1976 sem hlaut Gullpálmann í Cannes og var tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna. Hermaður úr Víetnam-stríðinu ekur leigubíl á nóttunni í New York sem honum þykir orðið mikið eymdarbæli. Hann tekur málin í sínar hendur og reynir í leiðinni að bjarga ungri stúlku úr vændi. Leikstjóri er Martin Scorsese og meðal leikenda eru Robert De Niro, Jodie Foster, Albert Brooks, Harvey Keitel og Cybill Shepherd. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.
RÚV - Efstaleiti 1, 103 Reykjavík - Sími: 515 3000 Fax: 515 3010 - © RÚV 2021